Val á landsliði utanvegahlaupara

Langhlaupanefnd FRÍ hefur gengið frá vali á hlaupurum sem keppa munu fyrir hönd Íslands á heimsmeistaramótinu í utanvegahlaupum laugardaginn 10.júní í Badia Prataglia, Ítalíu. Þeir sem hafa verið valdir eru: Konur: Elísabet Margeirsdóttir 621 ITRA stig Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir 582 ITRA stig Sigríður Björg Einarsdóttir 577 ITRA stig Þóra Magnúsdóttir 577 ITRA stig Karlar: Þorbergur […]

meira...

Leiðbeiningar og viðmið varðandi val á landsliði Íslands í utanvega- og fjallahlaupum

Leiðbeiningar og viðmið hafa verið unnin af Langhlaupanefnd Frjálsíþróttasambands Íslands en þeim er ætlað að skilgreina þau viðmið sem hafa skal að leiðarljósi við val á einstaklingum til keppni í utanvega- og fjallahlaupum fyrir Íslands hönd á alþjóðlegum vettvangi. Viðmiðin eru birt undir flipanum "Landslið" og þar undir "Val á landsliði í utanvegahlaupum".
 
Valið á kvenna- og karlaliði fer fram eigi síðar en 1.febrúar 2017 en eigi síðar en 15.janúar á árunum á eftir.
 
 
meira...

Heimsmeistaramót í utanvegahlaupi

Heimsmeistaramótið í utanvegahlaupi verður haldið í Portúgal 29.október næstkomandi. Íslendingar eiga þar þrjá fulltrúa en þeir eru Þorbergur Ingi Jónsson, Guðni Páll Pálsson og Örvar Steingrímsson. Liðsstjórar verða Sævar Helgason, Söra Dögg Pétursdóttir. Hlaupið er 85 km og verður um 5 km hækkun. Heilmikill undirbúningur hefur farið fram síðustu mánuði eins og fram kom í viðtali við þá félaga í íþróttafréttum sjónvarpsins í gær (tími 1:46) www.ruv.is/sarpurinn/ruv/ithrottir/20161025. Þeir eru með sérstaka Facebook síðu vegna hlaupsins sem er www.facebook.com/icelandtrailworldchamp/ Við óskum þeim góðs gengis á laugardaginn!
meira...
X