Erlend mótaþátttaka 2017

Erlend mótaþátttaka landsliða og einstaklinga á vegum FRÍ 2017

FRÍ vinnur nú að ramma fyrir erlenda þátttöku unglinga og fullorðinna. Nú þegar hefur Unglinganefnd kynnt úrvalshópum sínum ramma fyrir erlenda þátttöku unglinga. Hér með birtum við yfirlit yfir eftirstandandi erlend mót vetrarins unnið af stjórn og ÍÞA. Unnið er að því að birta ramma fyrir allt árið og verður birt innan skamms.

EM innanhúss

Staður: Belgrad, Serbíu
Tímasetning: 03.-05.03.2017
Tegund verkefnis: Verkefni einstaklinga
Lýsing: Einstaklingsverkefni þar sem íþróttamenn keppa sem fulltrúar Íslands
Valaðferð: Lágmörk EAA gilda til þátttöku. Leitast verður eftir því að senda einn keppanda af hvoru kyni á mótið þó svo að viðkomandi sé ekki með lágmark, en þó með betri árangur en 96% af lágmarki (m.v. IAAF stigatöflu).
Tími lokaskráningar: 23.02.2017. Síðasti dagur til að ná lágmarki er 22.02.2017
Kostnaðarþátttaka keppanda er 45.000 kr. Kostnaður hvers íþróttamanns, umfram 45.000 kr og kostnaður vegna þjálfara greiðist ávalt af afreksstyrk nafngreinds einstaklings. Fyrir aðra íþróttamenn og þjálfara þeirra verður kostnaður, umfram 45.000 kr, greiddur af ónafngreindum hluta Afrekssjóðs FRÍ.

Bikarkastmót Evrópu

Staður: Kanaríeyjar, Spánn
Tímasetning: 11.- 12.03.2017
Tegund verkefnis: Verkefni einstaklinga
Lýsing: Einstaklingsverkefni þar sem íþróttamenn keppa sem fulltrúar Íslands
Valaðferð: ÍÞA gerir tillögu að allt að fjórum keppendum með tilliti til árangurs árið á undan og á innanhússmótum sama ár.
Tími lokaskráningar: 15.02.-01.03.2017.
Síðasti dagur til að sýna árangur vegna vals er 28. febrúar.
Kostnaðarþátttaka fyrir hvern keppanda er 45.000 kr auk þess sem þeir bera ferðakostnað þjálfara.

________________________________

Áskilinn er réttur til breytinga eða leiðrétting.